3. november
I dag hefdi Eirikur afi minn att afmaeli ef ad hann vaeri a lifi. Hann do i februar 1989 en tha var eg bara 14 ara gömul. Eg hugsa oft til thess hve gaman hefdi verid ef ad hann hefdi lifad lengur. Eg vildi oska thess ad eg gaeti raett vid hann um allt milli himins og jardar og efast ekki um ad eg fengi god rad hja honum. Eg er mjög stolt af afa minum og finnst hann hafa verid afar merkilegur madur. Hann var baedi farsaell i starfi og einkalifi, algjör sjarmör og heilladi alla upp ur skonum. Hann var Rafmagnsveitustjori rikisins og svo forstjori Landsvirkjunar og var brautrydjandi i orkumalum thjodarinnar asamt ödrum godum mönnum. Hann laerdi rafmagnsverkfraedi i Svithjod og thar kynntist hann astinni og tok ömmu mina med ser heim til Islands. Heima hja theim i Snekkjuvogi var yndislegt ad vera og eg hugsa oft med söknudi til sunnudagsmaltidanna. Tha var mikid hlegid. Afi sat vid endann, virdulegur og glettinn og sagdi oft gamansögur eda for med stökur. Hann knusadi okkur barnabörnin oft og mikid og um leid og vid komum inn um dyrnar hlupum vid inn a skrifstofuna hans, thar sem ad hann sat idulega vid skrifbordid sitt, og knusudum hann og fengum nammi. Skrifbordid hans var yfirfullt af leyndardomum og ekki sjaldan sem ad hann grof upp muni fra fjarlaegum löndum til ad syna okkur eda gefa. Eg sakna afa mins og ömmu mikid en veit ad thau eru saman nuna og halda yfir mer verndarhendi. Til hamingju med afmaelid elsku afi minn. Thu att RISAstoran stad i hjartanu minu.
<< Home