Ich bin eine Berliner!
Berlín er speisuð borg. Ég hef aldrei séð eins mikinn arkitektúr á einum og sama staðnum. Í Berlín geturðu séð arkitektúr frá öllum tímabilum sögunnar. Geggjað! Mér leið eins og ég væri komin út í geim þegar að ég var í Sony Center og í fortíðina þegar að ég gekk undir Brandenburgar hliðið. Við hófum ferðina á lestarstöðinni í Luneburg á föstudagsmorgninum. Wille finnski strákurinn mætti þangað klukkan 3 um nóttina með Vodga flösku og auka sett af nærbuxum, til í tuskið! Við hin mættum klukkan 9 og ókum sem leið lá til höfuðborgar Þýskalands, Berlin! Við komum okkur fyrir á hosteli “ The heart of gold” sem var algjörg hátíð í samanburði við HORRORINN í Amsterdam. Við fórum svo í bustúr um Berlin og skoðuðum alls konar arkitektúr. Mér fannst sendiráð Norðurlandanna geggjað flott en gædinn sagði það í gamni vera kallað “græna skápinn úr IKEA” he he... Við stoppuðum hjá Berlínar múrnum og ég var í hálfgerðu sjokki þarna. Múrinn (eða múrarnir, því þeir voru tveir) var reistur 1961 í kjölfar þess að 10% Austur-Þjóðverja höfðu flúið til V-Þýskalands í gegnum V-Berlín. Já í stað þess að hörfa frá pólitísku skipulagi sem að fólk var augljóslega óánægt með þá reistu stjórnvöld bara múr!! (með leyfi frá Moskvu). Föstudagskvöldið var geggjað. Fyrst fórum við út að borða á ´60 diner og svo á næturklúbb MATRIX. Áður en að við fundum næturklúbbinn röltum við um Berlin og enduðum í hálfgerðum lífsháska á lestarstöðinni þar sem að Bjarki spurði í sakleysi sínu einhverja gaura um ATM og þeir drógu upp hnífa! Sem betur fer vorum við um 20 manns svo við sluppum. Við dönsuðum eins og geðsjúklingar á næturklúbbnum og héldum áfram djamminu þegar að heim á hostelið kom. Eanna, einn írsku strákanna, vakti svo Bjarka, Justin og David upp með því að sprauta á þá úr slökkvitæki! Fötin fóru í mess og Eanna þurfti að borga 300 evru reikning og var rekinn af hostelinu! Laugardagurinn fór í söfn og verslunarleiðangur og um kvöldið fórum við í Berlínar Operuna og sáum Carmen. Það var geggjað! Á Sunnudeginum skoðuðum við svo Check point Charlie og Brandenburgar hliðið, fórum út að borða og brunuðum heim, frábær ferð! Í Berlín er hægt að finna rosalega flott hannaða veitingastaði, mikið af geggjuðum arkitektúr, djassklúbba, menningu og söfn og ódýrar og MJÖG dýrar verslanir. Ég hlakka mjög mikið til að fara til Berlínar aftur!
Hér eru myndir
<< Home