Pimp´n ho
Við Justin héldum frábært partý í gær. Justin stakk upp á þemapartýi og þemað var Pimp´n Ho og White trash. Kvöldið heppnaðist vægast sagt frábærlega! Margir mættu í búning og við buðum upp á snakk og skot með því! Fyrr um daginn keypti ég blöðrur og við skreyttum alla íbúðina. Partýið varð dálítið villt um miðnætti... og við þurftum að leysa partýið upp og reka alla út um kl 1. Þá skunduðum við á írska pöbbinn. Ég (sem að endist vanalega ekki lengi) var manna lengst á djamminu... ýkt stolt af mér!
Að allt öðru.. ég, Ömmi og Bjarki kláruðum seminarið í Evrópskum samkeppnisrétti með glans. Við héldum kynningu um De-regulation of the Telecommunication market in EU. Stóðum okkur barasta vel enda lögðum við blóð, svita og tár í þessa kynningu. Vorum langt fram á nótt og við fengum nettan misserisverkefnafíling thar sem að við vorum út í skóla að æfa kynningu um miðja nótt!
og júgóslavneski leigubílstórinn keyrði mig ekki heim í gær.... þessi leigubílstjóri var frá Tyrklandi....
Efnisorð: Djamm
<< Home