Rútína?
Nei hún er nú kannski ekki alveg komin ennþá þessi blessaða rútína en hún nálgast. Nú er allaveganna ræktin dottin inn og er ég farin að hlaupa daglega eins og vitleysingur í Laugum aftur eftir "hjólahléið" mitt í Germany!
Nú skólinn byrjar ekki fyrr en á mánudaginn og ég fer í PRÓF, takið eftir, PRÓF í næstu viku... já maður þarf víst að byrja að gera eitthvað hérna eftir rúmlega 4 mánaða dásemdarlíf.
Ég á alveg rosalega erfitt með að rífa mig á lappir á morgnana og þeir sem að mig þekkja vita að það er skynsamlegt að halda sig fjarri þegar að ég er að "vakna" svona "eldsnemma" á morgnana. Synd að segja að ég sé morgunhani eða hæna! en ég er að reyna að snúa sólarhringnum við hægt og bítandi.
Snæfinnur gerði mér heldur betur grikk í gær því allt í einu virkuðu rúðuþurrkurnar ekki og ég gat með mínum ótrúlega sjarma troðið honum inn í viðgerð í dag. Ég þurfti að borgað f***** 28.000 kr. fyrir þessa viðgerð! Var ekki að búast við þessu og setur þetta heldur betur strik í skemmtanaáætlun mína út mánuðinn. Vatn og brauð fyrir mína.
Hannes Hólmsteinn fer líka óendanlega mikið í taugarnar á mér þessa dagana með þessu þvaðri um að Nóbelsverðlaunin hafi hreinlega verið "hrifsuð" frá Gunnari Gunnarssyni og gefin Laxness. Það er enginn að segja mér að einhverjir kallar hérna á klakanum hafi getað stjórnað því hvernig einhverjir sérvitringar í sænsku akademíunni kysu. Æ mér finnst bara óþarfi að vera að skíta út "allt" sem að viðkemur Laxness og mér sýnist sem að það sé mission nr. 1 hjá Hannesi. Bögg..
Jæja úr neikvæðninni í eitthvað skemmtilegra. Marín og Eiríkur báðu mig að halda á Eiríki Tuma undir skírn nk. laugardag. Þetta er mikill heiður og ég er í skýjunum yfir þessu. Hlakka mikið til á laugardaginn. Held á þessu krútti og hitti famelíuna og skunda svo niðrí Laugardagshöll á tónleika og er spennt að sjá Damian Rice.
jæja bið ykkur vel að lifa ... og vona að árið fari eins vel af stað hjá ykkur eins og hjá mér!
Komnar inn mýjar myndir frá gamlárs
<< Home