VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

31.3.06

Ekkert að frétta svo sem... hef verið slöpp og úldin í vikunni og var því dregin út að borða á uppáhaldsstaðinn minn í gærkvöldi..............da dara da..., B5 :) þar sátum við T&T eins og dömum er einum lagið og drukkum hvítvín og blikkuðum strákana. Ég fékk mér laxinn í þetta skipti og var ekki svikin af honum. Nú Ölstofan var svo tekin og um leið og Tinna fór birtust bóksala stúdenta og Busby!!! Tinna hvað er málið með að missa af þeim :o) B5 stendur alltaf fyrir sínu og ég held að ég og Philip Stark eigum einstaklega vel saman, er að pæla í að byrja bara með honum.
Fór í lunch á Ítalíu í vikunni. Þjónustan og maturinn voru ekki upp á marga fiska að mér fannst. Pizzan var bara svona miðlungs og þjónarnir skiptu sér lítið af okkur.
B5 **** (eins og vanalega)
Ítalía ** of dýr matur miðað við gæði. Staðurinn fær * fyrir að vera sá sem hann er, góður í minningunni!
Helgin verður góð ég finn það á mér. Er að fara upp í sumarbústað... potturinn, grillið, göngutúrar, kúr og gott spjall... get ekki beðið :o) Annars góða helgi og hafið það gott hvort sem að þið eruð til sjávar eða sveita!

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com