VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

27.3.06

Mér fannst Snorri langflottastur í Idolinu sl. föstudag. Hvað fannst ykkur? Ég held að hann og Ína verði í úrslitum og ég held með honum. Ég er samt alveg sammála að hann sé stundum ekki alveg nógu góður en hann er sá eini af þeim keppendum sem að eftir eru sem að hefur gefið mér "VÁ" hrollinn. Og frá Stöð2 yfir á RUV. Horfði á Kastljósið sl. föstudag. Í því var tvennt sem að mig langar að ræða. Í 1. lagi fannst mér myndbandið með Júróvisjónlaginu okkar alveg bráðfyndið og hún Silvía Nótt í frábærum búningum. Ég er bara að verða verulega spennt að sjá hvort að þetta verður flopp eða popp þarna í Aþenu. Í 2. lagi var viðtal við unga stúlku um dansara sem að hún hafði fengið til landsins. Ég hef aldrei séð eins hallærislegt viðtal! Þ.e.a.s. spurningarnar voru ekkert hallærislegar en VÁ viðmælandinn var varla talandi á íslensku. Viðtalið var alveg "þúst" "héddna" "undeground street" .... ég lá í krampa þegar að ég horfði á þetta... greyið stelpan .... úff Hérna er viðtalið

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com