VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

17.5.06

Bíó

Hef farið 2svar í bíó undanfarið og sá Inside man og Running scared

Inside man var verri en ég hélt en ég bjóst reyndar við töluverðu.
Hins vegar var Running scared betri en ég bjóst við... já svona er þetta!

Inside man er svona "plott"mynd og byrjar mjög vel en rennur dálítið út í sandinn. Hún skartar stjörnum á borð við Denzel Washington, Clive Owen og Jodie Foster að ógleymdum Willem Dafoe. Allir sýndu svona la la leik, ekkert slæman en ekkert frábæran enda bauð handritið svo sem ekki upp á það. Var samt ekki alveg að fatta hvað Jodie Foster var að gera þarna í þessu minihlutverki?

Running scared er hasarmynd, gerist á einum degi þar sem að allir eru á harðarhlaupum! Hún er dimm og drungaleg og að mínu mati þóttist hún ekkert vera neitt meira en hún var. Eitt atriði í myndinni er ógleymanlegt sökum klígju og viðbjóðs og var eitthvað þvílíkt út úr kú þarna í myndinni.... get eiginlega ekki gleymt þessu atriði úff..
en vá hvað Paul Walker er sætur...

Inside man ** 1/2 (næstum ***)
Running scared ** (næstum ** 1/2) já verð ég ekki að gefa henni **1/2 bara út af Paul Walker

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com