VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

17.5.06

Fótbolti

Horfði á úrslitaleikinn í Meistaradeildinni. Ég held með Barcelona í spænsku deildinni og Liverpool í þeirri ensku svo auðvitað hélt ég með Barcelona! (ég er samt alltaf dáldið svag fyrir enskum liðum og held oft með þeim en á móti Börsungum nibb... nema Liverpool hefði verið að keppa) Ég var að sjálfsögðu í skýjunum yfir úrslitunum og heldur betur ánægð með frammistöðu Henke Larsson eftir að hann kom inn á. Leikur Barcelona varð allt annar eftir innkomu Svíans :) Ég verð nú að segja að ég vorkenndi Arsenal pinku, fannst þeir betri mestallan leikinn en það var á síðustu 25 mínútunum sem að úrslitin réðust. Aldrei spurning hver myndi sigra eftir að Barcelona jafnaði. Ég hefði nú ekki haft á móti því að vera í Barcelona akkúrat núna en ég efast ekki um að það eymi enn eftir af gleðinni þegar að ég djamma í Barcelona..... :o)

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com