VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

22.5.06

Að gera ekki neitt

Síðasta vika var alveg stórfurðuleg. Það er eitthvað svo undarlegt að vera í fríi, geta "eytt" deginum í nákvæmlega hvað sem er. Ég fór til að mynda í bíó, horfði á forkeppni og aðalkeppni í Eurovision, út að borða á Óliver, late hvítvín á B5, lunchdate á Jómfrúnni, kaffi á Café Paris, ísbíltúr, pulsupartý í Norðlingaholti og tók eitt Ölstofukvöld. Á þessu sjáiði að maður hefur víst nóg að gera við að gera ekki neitt :)

___________________________________________

Eurovision og Ölstofan

Til hamingju Finnland! Rosalega voru þeir ógeðslega flottir á sviðinu í bókstaflegri merkingu!! Ég þurfti að líta undan í close-up.. úff. En ég var þokkalega sátt! Fannst þetta samt ekki besta lagið en það var á topp 5 hjá mér. Núna langar mig líka, í guðanna bænum, að fólk hætti að væla yfir Balkanþjóðunum. Við Norðurlandaþjóðirnar erum alveg eins, gefum hvort öðru stig hægri vinstri. Svo vann nú Finnland núna svo við getum hætt að væla yfir óréttlæti í stigagjöf A-Evrópu. Mér fannst t.d. mjög spes kommentið hennar Selmu Björns þegar að hún sagði að við þyrftum að færa Ísland á Balkanskagann til að komast upp úr forkeppninni. V-Evrópa ætti á brattann að sækja... en bíðum við komust ekki bæði Finnland og Svíþjóð upp úr undankeppninni? Kannski vorum við bara ekki með nógu gott lag??
Svo var trítlað niðrí bæ. Bærinn var alveg troðfullur af fólki, nýkomnu úr Júrópartýum, allir í stuði. Við Tinna vorum svolítið seinar niðrí bæ og því voru raðirnar orðnar ansi langar á flestum stöðum. Fyrir kraftaverk duttum við inn á Ölstofuna og beint í uppáhaldssætin okkar. Og það var ekki að því að spyrja kvöldið var ógleymanlegt, svona töfrakvöld. Kannski voru það krullurnar mínar, kannski uppáhaldssætin, kannski erum við bara svona gott team við Tin eða kannski lágu stjörnurnar bara svona vel þetta kvöld?

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com