VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

19.5.06

Silvía í Aþenu

Já forkeppnin yfirstaðin. Úrslitin ekki alveg eins og ég bjóst við en við Katrín höfðum þó rétt fyrir okkur í 7 tilfellum af 10... vorum mest hissa á því að Belgía kæmist ekki áfram. Kvöldið var virkilega næs. Ég eldaði mexikóska kjúklingasúpu oní liðið og við hlömmuðum okkur svo fyrir framan tv-ið og horfðum á hvert lagið á fætur öðru með mismikilli athygli þó. Við urðum fyrir vonbrigðum með Rússann og fengum nettan kjána þegar að gellan teygði sig upp úr píanóinu í einhverju myndastyttulíki. Við fengum nettan ógeðishroll þegar að tyrkneska "fríkið" (var þetta karlmaður eða kvenmaður) söng sitt hræðilega lag og komst svo áfram!!!! Við bjuggumst líka við meiru af Silvíu og hennar föruneyti. Ég bjóst við örlítið meiri krafti og eftir lagið var ég alveg viss um að við kæmumst ekki áfram. Mér fannst þetta miklu fyndnara hérna heima eða kannski er djókið bara orðið þreytt?? Hvur veit! Synd að segja það en atriðið minnti mig á atriði í menntaskólasýningu.. hef séð þau nokkur betri í Verslósýningum. En að fólk hafi púað á hana... úfff ég fékk sting í mitt litla músarhjarta og finnst Silvía þónokkur hetja að geta yfirleitt flutt lagið eftir svona mikið pú!!!! Að púa er dónaskapur en Silvía er dóni sjálf svo kannski eru Grikkir og Silvía Nótt kvitt núna??
Ég verð nú samt að kalla það hræsni ef að fólk ætlar eitthvað að fara að hneykslast á þessu, hún fékk 70 þús atkvæði í forkeppninni og margir hreinlega elska hana... að snúa við henni bakinu núna er hræsni á hæsta stigi.. Íslendingar kusu hana yfir sig og fengu nákvæmlega það sem að þeir kusu!!!!

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com