VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

1.6.06

Deit

Ég hef verið nokkuð dugleg að skella mér á deit á þessu ári. Yfirleitt hef ég leitað leiða til að komast hjá því að fara á deit en á þessu ári hefur verið óvenju mikið um boð (af óútskýranlegum ástæðum sem að ég þekki ekki??) svo ég ákvað að láta slag standa og láta á þessa “deitmenningu” reyna. Nú oftast hafa deitin verið hin besta skemmtun en stundum hafa frekar neyðarleg tilvik komið upp. Hér er topp 5 og endilega dæmið hvert þeirra sé það neyðarlegasta. (Athugið að þau eru bæði neyðarleg fyrir mig og fyrir hinn aðilann.)


Atvik nr. 1

Mér var boðið á deit og gaurinn sýndi því mikinn áhuga. Hann t.d. sendi mér sms um hversu mikið hann hlakkaði til og hann hefði tilfinningu fyrir því að þetta gæti orðið gaman hjá okkur. Nú við fórum á kaffihús og áttum þar gott spjall (svo ekki sé minna sagt) því við blöðruðum í 3 klst. og virtumst geta talað um allt milli himins og jarðar. Nú, þegar að deitinu lauk, þá tjáði hann mér hins vegar að hann hefði kynnst stúlku kvöldið áður sem að hann hefði mjög mikinn áhuga á..... ég stóð þarna með kjána dauðans enda átti ég frekar von á dauða mínum en þessu = NEYÐARLEGT!


Atvik nr. 2
Ég var búin að fara á nokkur deit með ákveðnum strák og allt virtist í gúddí fíling. Eitt föstudagskvöldið tjáði hann mér þó að hann þyrfti að þrífa (hefði átt að kveikja þar) og vera með barnið sitt. Ekkert mál, ég fann mér eitthvað til dundurs... nema hvað ég sá hann á djamminu um kvöldið!!! = NEYÐARLEGT!

Atvik nr. 3
Ég hafði hitt strák í 2 skipti og við ákváðum að þriðja “deitið” yrði á djamminu. Ég hitti vinkonur mínar fyrr um kvöldið og ákvað svo að hitta hann á Ölstofunni síðar um nóttina. Nú þegar að við hittumst á Ölstofunni og ég í svaka stuði þá spyr hann mig: “Ertu í dópi?” Ég átti ekki orð!!! og þurfti í framhaldi að sannfæra hann um að ég væri aðeins undir áhrifum áfengis! Þarf varla að taka það fram að ég vildi ekki hitta hann aftur (þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hans og afsökunarbeiðnir), fannst þessi spurning svo mikið út úr kú og hann ekki það áhugaverður að ég gæti ýtt henni frá mér = NEYÐARLEGT!

Atvik nr. 4

Ég var að deita strák og hann var nýfluttur í nýtt húsnæði. Nú eitt skipti langaði mig svo að rúlla fram hjá og sjá hvort að eitthvað væri komið í gluggana hjá honum og kannski gardínur en það vildi ekki betur til en að hann stóð á miðri götunni þegar að ég ók fram hjá..... ég þurfti að stoppa og útskýra hvað ég væri eiginlega að gera þarna = NEYÐARLEGT!

Atvik nr. 5
Ég fór á deit með strák sem að ég þekkti lítið. Vissi ekki hvort að mér líkaði við hann en ákvað að láta slag standa og tékka á stöðunni. Ég bað systur mína hins vegar að hringja í mig þegar að hálftími væri liðinn af stefnumótinu til að ég gæti sloppið burt. Um leið og símtalinu lauk spurði hann: “Varstu að láta tékka á þér?” ég roðnaði eins og karfi = NEYÐARLEGT!

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com