VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

12.6.06

...... opna lítið kaffihús í .......

.....Sitges....

Sitges er lítill bær í 30 mín fjarlægð frá Barcelona. Ég eyddi síðastliðinni viku á þessum tveimur stöðum og ólíkir eru þeir. Rosalega þægilegt að vera í litlum rólegum bæ með hreinni strönd og geta svo skroppið inn í stórborgina og fjörið á aðeins hálftíma. Ferðin var yndisleg. Við Tinna lágum á ströndinni, sátum á litlum kaffihúsum og sötruðum hvítvín eða bjór, röltum um þröngar götur, horfðum á sæta stráka, átum á flottum veitingastöðum, kíktum í búðir, djömmuðum á hommastöðum, tókum ljósmyndasessjón á ströndinni um miðja nótt, drukkum vodga í Red Bull, keyptum drasl af götusölum, drukkum mojito í gríð og erg, tókum video sem að enginn fær að sjá, prúttuðum, vorum þunnar, vorum ferskar, fengum athygli, horfðum á video, söknuðum kúts og snúðs, gleymdum okkur í indverskum búðum, lásum bækur, sáum Gaudi, sofnuðum í lest, misstum af stoppstöð, hittum höstl daginn eftir, slefuðum yfir Ástrala, létum okkur dreyma um kærasta, nutum þess að vera á lausu, kynntumst sætum Þjóðverja, kysstum ennþá sætari Spánverja, sátum á bekk og horfðum á mannlífið, sáum útilistamenn sýna listir sínar, urðum skotnar í páfagauk, vorum bólgnar, átum ís og tapas, sólbrunnum, hlógum endalaust og skemmtum okkur konunglega!

Jens frændi býr í Sitges og það var yndislegt að hitta hann og hanga með honum. Hann er mjög heppinn með vinnu og húsnæði og sumarið verður án efa frábært hjá honum. Við fórum út að borða á veitingastaðinn þar sem að hann þjónar og fengum geggjaða máltíð. Jens tók sig mjög vel út sem þjónn, obbosslega fínn! Takk fyrir okkur sæti og Tinna mín takk kærlega fyrir frábæra ferð... verst að brúnkan mun leka af mér hérna í rigningunni sniff sniff...

Um leið og ég kom heim knúsaði ég kútinn...

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com