VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

13.6.06


Flugdrekahlauparinn

Þar sem að ég lá við Miðjarðarhafið las ég bók. Bókin hafði mikil áhrif á mig og er með betri bókum sem að ég hef lesið. Sögusvið bókarinnar er Afganistan og samfélag afganskra innflytjenda í Bandaríkjunum og segir hún af vináttu tveggja drengja sem skuggi fellur á með afdrifaríkum hætti. Bókin er eftir Khaled Hosseini. Hann sagði í viðtali við Morgunblaðið að hann teldi að bókin næði til fólks vegna þess að tilfinningarnar í henni væru sammannlegar. "Það gildir einu hvort fólk kemur frá Evrópu, Afríku, Ísrael eða annars staðar frá," segir hann. "Fólk bregst við með svipuðum hætti. En það hefur komið mér á óvart að svona margt fólk skuli ná sambandi við bókina."
Eins og ég sagði hafði bókin gífurleg áhrif á mig og ég mæli mikið með henni. Það er mjög gaman að kynnast Afganistan á annan hátt en úr fjölmiðlum. Ég hafði í raun ekki hugmynd um hvers konar land Afganistan er áður en ég las bókina. Þegar að ég heyrði um Afganistan datt mér aðeins í hug eyðilegging og einhver auðn, talibanar og kúgun. En landið býr yfir gífurlegri sögu og mér finnst lýsingin á Kabúl á valdatímum Mohammads Zahir Shah, sem var steypt af stóli 1973, sérstaklega áhrifamikil og sterk.
Ég var alveg heilluð... og get ekki hætt að hugsa um þessa bók.

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com