VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

27.7.06

Ekki tími fyrir blogg???

Síðustu vikur hafa verið viðburðaríkar svo ekki sé meira sagt! Fyrst ber að nefna að ég skellti mér til Svíþjóðar með Eiríki, Marínu og ET. Ferðin heppnaðist mjög vel og veðrið lék við okkur. Við heimsóttum frændfólk okkar og röltum um Stokkhólm. Eiríkur Tumi blómstraði í Svíaríki, stækkaði, át og át, byrjaði að skríða og lék við hvern sinn fingur! Ég hef aldrei áður ferðast með lítið barn og ferðin var því dáldið öðruvísi en þær utanlandsferðir sem að ég hef farið í. Hún var samt ekki síðri þar sem að kúturinn var ljúfur sem lamb ;)

Í dag sit ég hins vegar á Bifröst. Já maður er kominn aftur í sveitina og ég hafði nú bara steingleymt hvað það er gott að vera hérna. Skólinn var settur í blíðskaparveðri og við mastersnemarnir sátum út á palli með hvítvín og bjór... en það var sko heldur betur lognið á undan storminum... (og þá meina ég það ekki veðurfarslega séð) .... við erum heldur betur að drukkna í lesefni og verkefnum og vorkennum okkur ógurlega :( hehe.. en þetta valdi maður sér víst sjálfur svo það þýðir ekki að grenja of mikið!

Þrátt fyrir mikinn lærdóm var mér boðið í leikhús sl. sunnudagskv. Við fórum á Mr. Skallagrímsson sem að sýnt er í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Benni Erlings segir áhorfendum Egilssögu á 2 klst. og þeim tíma er sko vel varið. Sýningin var frábær!! Fróðleg og drepfyndin... líka gaman að heyra söguna sagða í Borgarfirði.
Svo var kompaníið ekki heldur af verri endanum........virðulegur Evrópufræðingur!!! :)

Svo getur maður nú ekki annað en minnst á HÁS-árshátíðina. Við vorum með sænskt þema (eins og sést neðar á síðunni) og svaðalega var gaman. Hvernig getur líka kvöld með okkur klikkað.. ég bara spyr?? Borðhaldið er að öllu ólöstuðu það eftirminnilegasta þetta kvöld... það var sko ekki mikið talað hehe... :)

En er að fara að vinna verkefni.. hvað annað :)

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com