VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

10.8.06



Vonandi verð ég hér í maí/júní á næsta ári.... það væri draumur í dós. Fyrir þá sem að ekki kveikja þá er þetta hin týnda borg Inkanna, Machu Picchu, í Perú. Mig langar svo til S-Ameríku á næsta ári :).....

En að öðru. Magni stóð sig frábærlega í Rock Star Supernova... fannst ykkur ekki? Sexurnar tóku sér smá lestrarpásu og horfðu á þetta allt saman. Urðum voða stolt þegar að M fékk að syngja aftur. Maður er nú meiri Íslendingurinn, görguðum öll þegar að hann var kallaður upp, já þetta var eins og þegar að Ísland fær 12 stig í Eurovision he he he....

Og að enn öðru.. Liverpool vann í gær 2-1... ágætis byrjun ... sem að minnir mig á það að sem betur fer keyrðum við ekki í Ásbyrgi sl. föstudag. Ég var ekki búin í munnlega prófinu fyrr en hálf sex sem þýddi mætingu í Ásbyrgi um miðnætti, 40 mín ganga á tónleikastaðinn = ALLT BÚIÐ!!!! Ég eyddi því helginni í lestur, samviskusemin uppmáluð. Tók mér reyndar pásu og grillaði í Borgarnesi, ljúft :o)

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com