Gúrkutíð?
Horfði á fréttirnar á Stöð 2 í kvöld. Leið eins og ég væri að horfa á fréttþátt á menntaskólastöð, settið, fréttaflutningurinn (Símon siðlausi), myndirnar í bakgrunni (t.d. fólk sem að átti að vera að slást en var eiginlega hálf hlægjandi í hálfgerðum dansi) og efni fréttanna. Svo virðist sem að það sé heldur betur gúrkutíð þar sem að frétt nr 2 og svo fréttir nr 3,4,5,6.. voru um slagsmál, smárán, eyrnabit og ökuleyfissviptingar (eiginlega allt á Selfossi??!!)
Besta fréttin var þó án efa viðtal við Geira á Maxims þar sem að hann stóð þunnur fyrir framan löggustöðina og þvaðraði eitthvað um fylleríisinnheimtur á Bóhem.
Efnisorð: Daglegt líf
<< Home