VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

1.8.06

Ég mætti litlum strák á hlaupahjóli fyrir utan kaupfélagið

Hann: Af hverju ertu svona lítil?
Ég: Ha.. hmmm af því að ég stækkaði bara ekkert meira...
Hann: af hverju?
Ég: hmm ég veit það ekki.. en ég er samt stærri en þú :)
Hann: já ég veit
Umhugsun
Hann: Ertu samt fullorðin?
Ég: Já
Hann: já ok.. frekar vonsvikinn
Umhugsun
Hann: Er mamma þín líka að vinna á skrifstofunni?
Ég: nei, ég er nemandi í skólanum
Hann: já..... voðalega hugsandi á svipinn
Hann: ég er sko 4 ára en þú??
Ég: 31 árs
Hann: Hvernig veistu þetta allt!!!!

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com