VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

6.10.06

Óþarfa atriði?

Pabbi minn er með ákveðinn sjónvarpssmekk. Hann hefur nú reyndar breyst dálítið í áranna rás en þó er óhætt að segja að hann fíli ekkert sérstaklega rómantískar gamanmyndir. Ef að maður býður honum upp á video-spólu þar sem að í treilernum koma fram orðin rómantík og gamanmynd þá bandar hann hendinni og fussar og sveijar. Ef maður getur samt með lævísum hætti komið myndinni í tækið þá á hann það til að myndspóla yfir öll atriði þar sem að fólk helst í hendur eða kyssist, kynlíf og allar þær senur þar sem að fólk er ekki mikið að tala saman. Sem sagt "óþarfa" atriði. Ef að myndin er hins vegar í sjónvarpinu þá skiptir hann bara um stöð meðan svona óþarfa atriði eru í gangi. Ég sá til að mynda ekki heilan koss í bíómynd þar til að ég flutti að heiman 19 ára gömul! Ég held samt að hann sé skárri með þetta núna, eitthvað að linast með aldrinum blessaður. :)

Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com