Við vorum mjög duglegar að elda í Vallarkotinu og hér er Tótla pizzugerðarmeistari að útbúa ljúffenga kjúklingapizzu með dyggri hjálp Maju og Öbru
Hér sjáiði herbergið mitt í Vallarkotinu. Hér gisti til dæmis Hringur eina nóttina en sambýlingar mínir munu klárlega eftir honum!!
Hér erum við í partý í Hraunbæ en það breyttist fljótlega í pottapartýið fræga. Í sófanum sitja í sakleysi sínu Friðdóra, Silja, Linda og Ögmundur en ég þekkti þau lítið sem ekki neitt þarna. Fyndið!!!
Hér erum við Tótla í góðum fíling í afmæli skólans í desember 2003.
Hér erum við Abra á KK á kaffihúsinu. Algjörir pallar þarna :)

Hér erum við stöllur samankomnar á Menningarnótt 2003. Þetta kvöld djömmuðum við á Thorvaldsen (aldrei þessu vant) og skemmtum okkur konunglega
Hér erum við Bondararnir á gamlárskvöld 2003
Árið 2003
Smá upprifjun frá því herrans ári 2003. Ég fékk ekki digital-myndavélina fyrr en í lok sumars svo ég man ekkert hvað ég var að gera áður en að ég fékk hana!! Ég man reyndar að ég fór til Ítalíu með Helgu Guðnýju þetta sumar og það var geggjað gaman hjá okkur. Ég hætti að vinna hjá Samlíf og byrjaði á Bifröst. Fór til Köben og Lundar og djammaði sem aldrei fyrr. Myndirnar tala sínu máli.
Efnisorð: Daglegt líf
<< Home