VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

14.2.07

Valentínus

Já í dag er hinn margrómaði Valentínusardagur. Ég hef alltaf haldið upp á þennan dag, eða frá þeim degi sem að ég svaraði spurningu um hann rétt í Trivial en yfir þeirri visku minni voru margir mjög bergnumdir. En hver er þessi rómantíski Valentínus. Það fyndna er að Valentínus (þeir eru amk. 3) var ekkert sérstaklega rómantískur, allaveganna ekki svo rómantískur að hann/þeir væru sérstaklega þekktir fyrir það! Hins vegar á dagurinn sjálfur uppruna sinn í Evrópu á 14. öld. Eins og allir vita þá eru Bandaríkjamenn sérstaklega duglegir við að halda upp á þennan dag og það er ekki í ófáum bíómyndum sem að maður hefur séð stelpur fá hjartalöguð kort og stuffed púða eða já bangsa... ummm að ógleymdu konfektinu. Það er því svo að hefðir í kringum daginn virðast ekkert hafa að gera með mennina sem báru nafnið Valentínus.
Í fyrra fórum við nokkrar kærastalausar vinkonur á Súfistann og gáfum hvor annarri gjöf. Ég fékk spennur með blingi. Í dag hefur nú ekki bólað á neinu sérstöku tengt þessum degi enda er mér svo sem sama (not). Það er reyndar konudagur á sunnudaginn og kannski þar sem að ég er kona verður sá dagur eitthvað merkilegri en aðrir dagar hehe. Ég ætla hins vegar að elda ljúffenga Valentínusarpizzu í kvöld handa Ömma og Mattýju. Ögmundur ætti nú að vara sig skv. nýjustu fréttum af sporðdrekum þar sem að við Mattý erum báðar í því merki og því kynóðar mjög!
Eitt að lokum, sáuði afhommunarkallinn í Kastljósinu um daginn?? Af hverju er svona mönnum hleypt í sjónvarpið á prime time?? Ég veit að það er skoðunar og tjáningarfrelsi og allt það.. en kommon!!! Gangi þeim vel sem að vildu "afgagnhneigja" mig... það yrði eilífðar verkefni!

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com