VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

22.2.07


Jahá... þetta er nú meira málið. Hvað finnst ykkur eiginlega um þessa klámráðstefnu? Við þurfum kannski ekki að hafa áhyggjur af þessu lengur þar sem að ráðstefnugestirnir 150 eru hættir við að koma. Eða er einmitt ástæða til þess að hafa áhyggjur af þessu núna? Nú þekki ég ekki þennan hóp sem að er að koma en mér hefur skilist að þetta sé aðallega fólk sem að vinnur við markaðssetningu og vefsíðugerð tengdu klámi, kannski er það rangt hjá mér?? En það skiptir kannski ekki höfuðmáli því eins og málið horfir við mér þá hefur þetta fólk ekki framið lögbrot og ætlar sér ekki að gera það hér. Það ætlaði bara að eyða peningum í Bláa lóninu og í skíðabrekkum og jamm fá sér nokkra kokteila í miðbæ Reykjavíkur. Við búum í rótgrónu lýðræðisríki þar sem að skoðanafrelsi hefur almennt verið virt og ég eiginlega skil ekki þessa hysteríu varðandi þennan hóp fólks. T.d. að tengja hann við barnaklám og mansal. Hefur einhver eitthvað fyrir sér í því? En jæja þetta lið er hætt við að koma og mér gæti svo sem ekki verið meira sama. Veit reyndar ekki með Einar, heyrði að hann hefði verið búinn að skrá sig á þessa ráðstefnu :).

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com