VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

14.2.07

Diddú og Ingibjörg Sólrún

Í gær fór ég á tónleika með Jónasi Ingimundarsyni og Diddú. Tónleikarnir voru mjög skemmtilegir og Jónas sagði okkur frá lögunum og útskýrði undirspilið með nokkrum þeirra t.d. við Sofðu unga ástin mín. Maður sá það alveg fyrir sér í einni útgáfunni þegar að kona Fjalla-Eyvindar söng lagið fyrir ungabarn sitt áður en að hún henti því í fossinn. Fyrri hluti tónleikanna var íslenskur en síðari hlutinn var ítalskur = góð blanda.
Lokaatriðið var BARA sætt en þá fóru upp á svið nokkrar litlar skvísur og sungu Vikivaka með Diddú. Þær voru svo miklar dúllur og nutu sín þvílíkt þarna í sviðsljósinu. Ein skvísan var vinkona mín hún Guðrún Elfa dóttir hennar Höllu og hún var nú algjör rúsína þarna í Henson-gallanum sínum.
Eftir ljúffenga kjullamáltíð ala Birna þá skelltum við okkur svo á kaffihúsið. Þar var spurningakeppnin Gettu Bifröst og Ingibjörg Sólrún var spyrill. Ég, Ömmi og Birna vorum saman í liði og vorum einu stigi frá því að vinna!! Damn... klikkuðum á Glámi og skuldasöfnun heimilanna sem er by the way 1000 milljarðar frá 1995!!!
Eitt að lokum, maðurinn henna IS er svaka myndó !

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com