VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

3.4.07

Svo er nú dálítið kaldhæðnislegt að sama dag og Hafnfirðingar hafna stækkun álvers þá eru kynntar hugmyndir um áltæknigarð á Suðurlandi og álver opnað á Reyðarfirði. Nú fróðir menn segja mér einnig að álverið í Helguvík sé í bullandi blússi og Century-menn séu hæstánægðir með úrslitin í Hafnarfirði. Þeir eru ábyggilega á fundi núna á Háaleitisbrautinni. Ég er fylgjandi hóflegri stóriðjustarfsemi. Ég vil samt ekki grátt land. Ég er mjög ósátt við framsetningu Framtíðarlandsins á því að ef maður styður á einhvern hátt framgang stóriðju vilji maður grátt land. Ég tel að stóriðja og umhverfisvernd geti vel farið saman. Ég vil ekki að hver einasta á landsins sé virkjuð en ég er fylgjandi því að nýta landið á skynsamlegan hátt. Fyrir því eru bæði efnahagsleg, umhverfis og félagsleg rök. Ég vil að sjálfsögðu grænt land!

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com