VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

12.5.07

Eurovision og kosningar

Ég er búin að kjósa! Kaus sl. fimmtudag utankjörstaðar þar sem að ég er ekki stödd í mínu kjördæmi í dag þ.e. Reykjavík norður. Þetta kjördæmi verður svo sem ekki mikið lengur mitt kjördæmi þar sem að ég mun færa lögheimili mitt í Arnarklett 27 í júlí.. nánartiltekið þann 13. júlí. Við skrifuðum undir kaupsamninginn í gær og allt er nánast klappað og klárt varðandi þessi íbúðakaup. Þetta gekk eins og í sögu!

20. vikna sónarinn gekk einnig eins og í sögu í gær. Við Einar horfðum spennt á krílið og ég róaðist eftir því sem að ljósan taldi upp öll líffæri og útlimi. Allt virðist vera í lagi. Baunin var nú ekki í eins miklu stuði og síðast og hreinlega engin ljósmyndafyrirsæta. Hendurnar voru stanslaust fyrir andlitinu og óhætt að segja að mikið drama hafi verið í gangi þar sem að baunin bara dæsti og andvarpaði yfir þessu öllu saman.

Eurovision gekk nú samt ekki eins og í sögu. Ég var nú tiltölulega sátt samt með lögin sem að komust áfram þ.e. 7 þeirra. Var svekkt með Búlgaríu, Georgíu og óperusöngkonuna með ljósið í lófanum. Fjölskyldan sat náttla og glápti á þetta. Eiríkur Tumi fílaði Búlgaríu í botn og dillaði sér í takt við trommurnar. Pabbi pantaði pizzur frá Eldsmiðjunni og svo var rökrætt um pólitík og hlegið af lögunum í Júró. Held að okkur hafi flestum fundist Hvíta Rússland flott og Selvogsgrunn 15 spáir því velgengni í úrslitakeppninni. Annars fannst mér nú lögin frá A-Evrópu í það heila betri en lögin frá V-Evrópu. Samt ferlega leiðinlegt að Kýpur komst ekki áfram og jafnvel Malta og svo hefði verið gaman að sjá eitt Norðurlandanna. Allt þetta tal um A-Evrópumafíuna er svona soldið spes finnst mér. Auðvitað er ömurlegt að öll löndin 10 sem komust áfram hafi verið þaðan en Finnland vann jú í fyrra og Svíþjóð var í 4 sæti svo??? Grikkland vann keppnina þar áður og eru líklegir í ár. Ég þarf að spá í þessu betur. Væri samt til í að hafa 2 forkeppnir en þó aðallega út af fjöldanum. Annars stóð Eiríkur Hauks sig óaðfinnanlega en við systur hefðum viljað sjá eld eða eitthvað þvíumlíkt á sviðinu!

Jæja ég er hætt þessu blaðri. Verð að halda áfram að læra. Sifjaréttarprófið búið og stjórnsýsluréttur á mánudaginn.
Bið ykkur vel að lifa og njótið dagsins.
Eurovision og kosningar... ummmm gerist ekki betra!!!

Efnisorð: , ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com