VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

16.5.07

I´m to sexy....


Ég lifði lengi í þeirri blekkingu að óléttan hefði lítil áhrif á brjóstin mín. Ég reyndar hef ekki séð endanlega útkomu ennþá en þetta lítur ekkert sérstaklega vel út. Þvílíka breytingin!! Þetta eru bara einhver allt önnur brjóst, ég kannast ekkert við þau. Fyrir utan það að vera kynköld þá eru þau ofvaxin, æðaber og með stórum geirvörtum (algjörlega ókunnugum mér). Já það er nú eitthvað mikið í gangi þarna í Mjólkurbúi Flóamanna ef að þið spyrjið mig.

Nú svo er maður náttúrulega alveg hryllilega sexy með allan þennan aukna hárvöxt. Já, nei nei ekki á hausnum heldur á maganum!!! og öðrum stöðum þar sem að áður hefur ekki staðið stingandi strá. Sem betur fer eru þessi magahár ljós, enn sem komið er, en mér sýnist ég vera með daufa linea negra þarna undir frumskóginum.

Já svo er maður náttúrlega að gildna og missa mittið... aldrei liðið meira sexy! Ég hef ekki séð til sólar í marga mánuði og brúnkukremin mygla upp í skáp => næpa!! Ég bíð bara spennt eftir slitum og æðahnútum, þá verður nú gaman!! Punkturinn yfir i-ið er svo þegar að ég fer að vagga eins og hæna!

Fyndið hvað þetta verður svo aaaaaallt þess virði þegar að maður finnur baunabarnið sparka þarna inni... ohoo það sem að maður leggur ekki á sig!!

Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com