Próf, próf, próf....
Ekkert að frétta nema það að ég er að drukkna í stjórnsýslurétti. Próf á morgun, munnlegt. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki alveg eins vel lesin og ég hefði viljað. En svona er lífið. Baunabarnið sparkar og sparkar og truflar við lesturinn. Ég hef miklu minna úthald en venjulega í próflestri. Já og núna kom spark. Spörkin eru alltaf að verða kröftugri. En ætla að halda áfram, er komin allt of stutt.
Efnisorð: Daglegt líf, Skóli
<< Home