Homma Ibiza popp??
Við baunin hlustum dáldið mikið á nýja lagið hans Páls Óskars á leiðinni til og frá Bifröst. Erum í svaka stuði, ég syng með og baunabarnið sparkar. Sumir kalla þetta homma popp en mér finnst þetta þá skemmtilegt homma popp :) Er aðallega svekkt að Páll Óskar hafi ekki bara komið með þetta lag í Eurovision á næsta ári. Hvernig finnst ykkur þetta lag?? Svo hlustum við baunin stundum á Jógvan líka, svona til að tjúna okkur niður. Greyið baunin verður með ömurlega væminn tónlistarsmekk hehe....
Efnisorð: Tónlist og bækur
<< Home