VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

29.6.07

Briem-hausinn
Fór í mæðraskoðun í gær. Allt kom vel út. Blóðsykur fínn, blóðþrýstingur fínn, enginn bjúgur, eðlileg þyngaraukning en kúlan er stór! já ég vissi það svo sem. Hún var eðlileg í síðustu skoðun en þessa dagana er ég ekkert nema kúlan. Ég sagði að það gæti ekki verið að ég myndi eignast stórt barn en ljósan hló bara og sagði að það gæti nú bara allt gerst. Ég er víst með hellings legvatn. Svo er barnið kannski með blessaðan Briem-hausinn eða prímusinn eins og tengdamamma hélt að ég hefði sagt. Úff býð ekki í það, þá verður fæðingin ekki dans á rósum.

Svo þegar að ljósan mældi hjartsláttinn sparkaði baunin bara í hana, aftur og aftur og það fast! Obbosslega í stuðinu bara. Já baunin er í stanslausu stuði. Ég gat ekki sofnað í gær út af látum. Þurfti sem sagt að svæfa barnið í fyrsta skipti! Ég er ekki að djóka, þurfti að vagga mér fram og til baka og syngja og þá róaðist það og sofnaði.

Krílið er ennþá sitjandi. Það er nægur tími fyrir það að snúa sér en ljósan talaði um að senda mig í sónar ef að það er ekki búið að snúa sér í næstu skoðun. Ég er nú voðalega róleg yfir þessu, ekkert svakalega spennt að fá spörkin í rifbeinin!

Eitt að lokum, ljósan sagði alltaf HANN.... ætli það sé fyrirboði??? ;)

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com