VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

1.8.07

Hvað er málið með ruslakallana??

Fór í baunaleiðangur í gær og náði í allt baunadótið sem að ég var búin að fá lánað. Fyllti bílinn af drasli: vagn, bílstóll, stólar, göngugrind, burðarpokar and you name it.
Dagurinn í dag fór hins vegar í að bíða eftir ruslaköllunum! Við erum gjörsamlega að drukkna í rusli (soldið mikið rusl e. innflutningspartýið), ruslatunnan yfirfull og ég bara vil að þessir ruslakallar fari að láta sjá sig. Þeir koma vanalega á miðvikudögum en létu ekki sjá sig í dag. Verð að reyna að tæla þá hingað, bera bumbuna eða eitthvað. Annars er ég orðin ansi þung á mér og baunin sparkar og veltir sér um eins og henni sé borgað fyrir það. Ég viðurkenni að spenningurinn magnast, tæpir 2 mánuðir eftir!
Við erum að spá í að fara norður um Verslunarmannahelgina, vera í sumarbústað í Vaglaskógi. Veðurspáin er því miður alveg hörmuleg. Þá verður bara notó að sitja inn í bústað og spila. Reyndar er það nú ekki alveg uppáhalds að spila á móti Einari. Hann verður soldið æstur enda mikill keppnismaður. Ég hef ekki ennþá unnið hann í skrabbli (hann er yfir sig ánægður með það) og við höfum þurft að hætta í Trivial þar sem að ég var komin með fleiri kökur hehe. Ég hef reyndar unnið hann í keilu og það á okkar 2. deiti. Mjög stoltur lítill "keilari" ég! Ætli það verði ekki bara pör á móti pörum þarna um helgina.

Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com