VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

7.8.07

Komin 32 vikur
Feðgar í jólalandi (Hákon kátur og Maggi grumpy)

ML-urnar í heimsókn

Birna, Jónína og Halla

Anna G, Mattý og Sóley

Aksjón
Helgin var stórfín. Hún byrjaði reyndar ekki vel þar sem að ég var drulluslöpp á föstudeginum. ML-urnar komu í smá saumó á fimmtudagskvöldinu en fimmtudagurinn sjálfur fór í andateppu. Fór líka í mæðraskoðun þennan sama dag og allt gekk vel.
Svo á laugardeginum fórum við norður í Vaglaskóg. Gistum þar í bústað hjá Hildi og Magga. Þau voru með Frakka í heimsókn og við spiluðum, grilluðum og tilheyrandi. Við kíktum í jólahúsið en ég hafði aldrei komið þangað. Allt rándýrt þar en ég keypti mér samt handgerða jólakúlu. Núna á ég jólakúlur frá London, Hamburg, Prag, Köben, Barcelona, Mílanó og Akureyri!! :)
Það var frekar fámennt á Akureyri. Mættum bæjarstjóranum niðrí bæ. Sú hlýtur að vera í kúk með þessa ákvörðun sína að meina 18-23 ára um tjaldstæði. Katrín systir mátti t.d. ekki tjalda á Akureyri hahaah... Af hverju var ekki frekar fólki á aldrinum 60-65 ára bannað að tjalda, helvíti leiðinlegur aldur!
Sem betur fer er hætt að fjalla um hundinn Lúkas í fréttunum og líka um skattakónga landsins. Svo gæti mér ekki verið meira sama hvort að fólk geti kíkt á álagningaskrárnar niðrá skatti eða ekki. Sá frétt þaðan og mér sýndist einhver einn gamall kall vera að blaða í þessu. Ég meina er einhver að kíkja á þetta???



Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com