VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

30.7.07

Helgin

Síðasta vika var alveg crazy. Ég fór í próf á miðvikudeginum í alþjóðlegum félaga og skattarétti. Gekk ágætlega. Fimmtudagurinn og föstudagurinn fóru svo í að undirbúa innflutningspartý fyrir vini og nánustu famelíu. Við keyptum fullt af áfengi og höfðum nokkrar tegundir af smáréttum = nóg vín og matur til kl: 04:00 um nóttina. Já ég segi það "betra að hafa of mikið en of lítið". Partýið var vel heppnað og við vorum með einn duglegan dósasafnara sem fjarlægði tómar dósir eins og honum væri borgað fyrir það :) Við skelltum upp tjaldi út í garði (sem var lítið sem ekkert notað sökuð góðs veðurs) og Einar setti logandi ljós upp í klett. Við fengum margt fallegt og viljum þakka öllum þeim sem að sáu sér fært að mæta kærlega fyrir komuna og fyrir okkur. Laugardagurinn fór í þrif og að éta afganga og á sunnudeginum fórum við til mömmu og pabba á Þingvelli og átum meiri afganga! Pabbi grillaði svo humar og lambalærissneiðar ummmm, geggjað. Í vikunni vonast ég eftir að komast í lunch með góðum vinkonum og fá ML-urnar í heimsókn í Klettinn.

Stofan í Arnarkletti áður en að partýið hófst. Fleiri myndir hér.

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com