VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

16.7.07

Ryksugan á fullu...


Við fengum afhent í sl. viku og sváfum fyrstu nóttina aðfararnótt föstudags. Föstudagur til fjár !!! en svo var þetta nú líka föstudagurinn 13. svo maður veit ekki ;)
Við erum á fullu að koma okkur fyrir og ég er gjörsamlega að drukkna í fötum! Þvottavélin okkar tók upp á því að bila, þvílíkt pirrandi og ég þarf því að fara til tengdó með þvottinn... (þar til að vélin verður löguð) Fyrstu nóttina í Arnarklettinum góða dreymdi mig brjóstamjólk.. flæðandi út um allt! Ég held að það viti á gott, kannski frjósemi??? hahaha
Mér líður ágætlega. Flutningarnir og þrifin tóku á og ég fann fyrir verk í grindinni. Á erfitt með svefn og geri allt á slow motion.

Skólinn byrjaði í morgun og álagið verður mikið. Fyrsta verkefnið á miðvikudaginn í formi fyrirlesturs. Ég þarf því að leiða draslið hjá mér og læra!! Stuð, stuð, stuð.
Það hefur verið mikill gestagangur til okkar. Vinir og vandamenn að koma og kíkja. Öllum líst voða vel á þetta og okkur líður stórvel í höllinni okkar :o)

Skelli inn myndum fljótlega, þangað til næst
30 vikna bumban

Efnisorð: , ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com