VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

27.6.07

Út að borða

Hef verið dugleg að kíkja út að borða undanfarið enda finnst mér fátt skemmtilegra hvort sem að það er lunch eða dinner, kaffihús eða veitingastaðir.

Vegamót.
Þetta er án efa vinsælasti staðurinn í mínum kokkabókum. Því miður verð ég samt að segja að matnum þar hefur hrakað örlítið undanfarið. Ég hef verið ferlega íhaldssöm þegar að ég panta mér mat á Vegamótum en undanfarið hef ég þó prófað nýja rétti á matseðlinum, sérstaklega eftir að þessir gömlu góðu fóru að klikka. Yfirleitt fæ ég mér kalkúna og pastasallatið og fékk mér það þegar að við Einar kíktum í lunch um daginn. Það var ekki alveg eins og það átti að vera. Fékk mér Vegamóta-wrap með Katrínu og Jensa=ekkert sérstakt en samt alveg ok. Fékk mér Tijuana-samloku með Ömma og Bjarka=eiginlega vont! (það hefur ALDREI gerst áður), foccacia-brauð með Einsa=gott. Svo finnst mér ferlega böggandi að geta ekki fengið stóra diet-kók. Fór með Diljá og Siggu um daginn líka og þá var sallatið mitt ekki til :( Annars finnst mér ljúft að vera laus við reykingarbannið og félagsskapurinn er alltaf góður.

Deco.
Við Tinna og Diljá ætluðum að hittast á Thorvaldsen en þar var allt fullt svo við settumst á Deco. Hef aldrei prófað þann stað áður og við fengum gott borð úti í sólinni. Ég og Diljá pöntuðum okkur Tapas. Fengum 3 snittur með kjulla, roastbeef og rækju. Þetta var alveg ágætt ekkert spes svossem. Þjónustan var ok, sérstaklega miðað við það hvað það var mikið að gera. Samt alltaf spes að geta ekki talað íslensku en það er nú farið að venjast. :)

Austur-Indía.
Við frænkurnar mættum á A-Indíafjelagið og fengum okkur snæðing þann 19. júní. Mættum í bleiku í tilefni dagsins. Maturinn var góður. Pöntuðum okkur nokkra kjúklingarétti saman, kartöflurétt og naan-brauð. Allt var gott en enginn réttanna var geðveikur, fattiði mig. Ég fór á svo geggjaðan indverskan stað í Genf og kannski hækkaði hann bara standardinn hjá mér?? Þjónustan var la la. Einn þjónninn teygði sig alltaf yfir okkur Herdísi og það var svitalykt af honum! Í heildina litið var þetta samt frábært kvöld og gaman að hittast svona frænkurnar og hafa það gaman saman. Ekki verra að við notuðum einkaklúbbskort þ.e. fjórar í hópnum áttu þannig og buðu hinum. Þetta var því alls ekki dýrt kvöld. Næsti frænkuklúbbur verður svo í Arnarklettinum....!! Gaman gaman :)

Vor.
Kaffihús á Laugaveginum. Við Einar kíktum þangað eftir góða ferð í Skífuna og Smáralind. Fengum okkur croissant með skinku og kaffi. Allt í góðu lagi og þjónustan fín. Lásum blaðið og allt frekar rólegt þarna.

Fridays og mexicanskur staður á laugavegi/suðurlandsbraut (man ekki nafnið)

Þessi tveir staðir eru soldið svipaðir. Maður býst ekkert við rosa miklu og ætti því ekki að verða fyrir vonbrigðum. Fór með Marínu, Eiríki og Eiríki Tuma á Fridays eitt föstudagskvöldið. Það var fínt, fékk mér fína kjúklingasamloku. Skammtarnir hafa minnkað, fékk 5 franskar! Fíla fríaa áfyllingu :) Eiríkur Tumi borðaði vel og fílaði staðinn. Fékk samt ekki blöðru eins og í Svíþjóð forðum daga.

Fór með Írisi og stelpunum hennar á mexico staðinn. Fékk mér enchilada og það var mjög gott, fékk mér það aftur þegar að við Einar fórum með Magga, Hildi og Hákoni. Ekki voru allir jafn ánægðir með matinn og ég svo þetta er kannski pínu happa og glappa???
Á myndinni er ET á Fridays í Svíþjóð í hörkuleik við blöðruna!!

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com