VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

12.9.07

Big Love

Sit hérna fyrir framan tv og er að horfa á einhvern fjölkvænisþátt. Ekki alveg að ná honum. Þetta er sem sagt um mann sem að er giftur 3 konum og á með þeim einhvern slatta af börnum. Nú konurnar eru allar vinkonur og elska hvor aðra (það er alltaf að koma fram í þættinum). Nú yngsta eiginkonan er 5 árum eldri en sonur elstu eiginkonunnar og þeirra samband er eitthvað of náið að því er elstu eiginkonunni finnst. Á meðan þær þ.e. eiginkona 1 og 3 rífast um það eru eiginmaðurinn og eiginkona nr. 2 í einhverju fjölkvænissamfélagi (í heimsókn held ég) og já gerðu það undir þvotti (að mér sýndist). Samt snýst þátturinn og sambönd þeirra ekki um kynlíf heldur bara BIG LOVE... hvernig getur fólk horft á svona?? Þetta er svo óraunverulegt og þetta er bókað eini þátturinn sem að ég á eftir að horfa á.
En núna er Oprah að byrja, það kalla ég alvöru sjónvarpsefni!!!!!!

Í dag á mamma mín afmæli. Ég vona að hún eigi góðan dag. Ég veit að pabbi ætlar að dekra við hana í kvöld ;)

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com