VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

24.8.07


Síðasta prófið!!

Jæja, þá var maður að henda inn síðasta prófinu í meistaranáminu. Pælið í því! Þetta var heimapróf í samningarétti og ég byrjaði á því kl: 16:00 í gær. Í morgun mætti svo rafvirki á svæðið og var að taka út rafmagnið í húsinu (hvað sem það nú þýðir). Og viti menn hann tók náttúrlega rafmagnið af! Ég fór öll í panikk og komst ekki á netið og var alveg með í brókunum að netið kæmi ekki inn eftir að gaurinn væri farinn. Nú svo þrammaði hann um alla íbúð til að mæla tenglana og svo þurfti hann að nota klósettið, standa upp á stól með plömmerinn og bara endalaus vesenisgangur á honum! Ég var alveg í stresskastinu en náði nú að klára prófið og henda því inn. Nú er því sem sagt málflutningurinn eftir og svo blessaða ritgerðin.


Eitt að lokum, hafiði horft á spænsku sápuóperuna á Stöð 2. Tónlistin í henni er sko alveg mögnuð, þvílíku dramastefin og það hljómar alltaf eins og það sé verið að drepa mann eða halda fram hjá eða einhver sé að fá minnið......eitthvað voðalegt drama í gangi!

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com