VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

21.8.07

Djamm!!!!
Já ég lofaði að skrifa um eitthvað annað en óléttu. Ég skellti mér á ættarmót sl. laugardagskvöld og það var þvílíkt stuð. Við grilluðum, djúsuðum, dönsuðum og djömmuðum fram á rauða nótt. Eða ég reyndi eins og ég gat ;)
Horfðuði á tónleikana á föstudagskvöldinu? Rosalega var Garðar Thor flottur, ég fékk alveg gæsahúð. Það sama er þó ekki hægt að segja um alla söngvarana sem að stigu þarna á stokk. Nylon var í skrautbúningi utan um ekki neitt ef að þig fattið mig og svo var Helgi Björns og Andrea Gylfa ekki alveg upp á sitt besta. Bubbi náði upp stuðinu, hlýtur að vera að gaman að sjá ALLA syngja með lögunum sínum. Svo fannst mér Páll Óskar góður og við baunin fórum í stuð þegar að uppáhaldslagið okkar kom. (Ég lá afvelta í sófanum samt) En góðan daginn, hver var að telja hversu margir væru á tónleikunum?? Rólegan æsing með tugi þúsunda! Mætti halda að talningarmennirnir frá Dalvík væru mættir á staðinn.
Ég missti því miður af Menningarnótt því ég var að læra allan laugardaginn og svo var þetta ættarmót um kvöldið. Sunnudagurinn fór í lærdóm en ég leit aðeins upp úr bókunum á sunndagskvöldinu þegar að Sigga Dóra kíkti til mín á leiðinni norður.
Einar vann fullt af verðlaunum á lokahófi fótboltans um helgina (besti leikmaðurinn, 100 leikir) og egóið þar af leiðandi risavaxið þessa dagana svo ég verð að passa mig að rekast ekki á það hvar sem að ég er í íbúðinni. Reyndar rekst maður á allt þar sem að kúlan er þvílíkt fyrir.

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com