VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

31.8.07

Díana
Það eru 10 ár síðan að Díana prinsessa dó. Ég man nákvæmlega hvar ég var þegar að ég heyrði fréttirnar. Ég var í South-Carolina í heimsókn hjá vinafólki, nýkomin af ströndinni þegar að ég heyrði um bílslysið. Núna 10 árum síðar sit ég í Borgarnesi í nýja fína húsinu mínu og horfi á heimildar/leikna mynd um síðustu daga ævi prinsessunnar. Ég hef aldrei verið mikið fyrir að fylgjast með kóngafólki og er ekkert sérstaklega vel að mér í slúðrinu hvað því viðkemur. Ég held meira að segja að ég hafi ekki alveg gert mér grein fyrir þeim áhrifum sem að Díana prinsessa hafði á fólk fyrr en eftir að hún dó. Ég get með sanni sagt að ég hef sjaldan upplifað annað eins andrúmsloft eins og ríkti í London nokkrum dögum e. andlát hennar. Blómahafið var þvílíkt og fólkið grét á götum úti. Ég hef hvorki fyrr né síðar upplifað neitt slíkt.

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com