VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

11.9.07

....ég er hagstæð!....

jæja þá er maður að skríða í 38 vikur. Lífið gengur fínt og skólinn "kláraðist" á föstudaginn. Núna er bara eitt stykki mastersritgerð eftir. Um helgina fór ég í fótanudd og spa með Dill og það var yndislegt. Fékk svona svakalega fínar tær. Á laugard.kvöldinu, eftir fordrykk hjá Sóleyju, fórum við í æskusaumó út að borða á DOMO. Stelpurnar pöntuðu sér sushi og fengu að smakka ostrur en ég ólétta konan varð að horfa á... þ.e. ostruátið.... ég sjálf pantaði mér nautakjöt sem að smakkaðist líka svona rosalega vel. Ameríkanar á næsta borði splæstu kokteilum á stelpurnar og kvöldið var í alla staði velheppnað.
Í gær fórum við Einar niðrá Skaga, ég hélt að ég hefði kannski misst vatnið þá um nóttina, en það kom í ljós að þetta var ekki legvatn heldur eitthvað annað. Millibelgjavatn var líklegasta niðurstaðan. Í skoðuninni kom þó í ljós að ég er komin með 2 í útvíkkun og leghálsinn velþynntur og barnið alveg skorðað. Ljósan reyndi að "dúa" því en það var alveg pikkfast í grindinni. Nú svo var manni skellt í mónitor. Ein blaðka mældi hjartsláttinn og önnur samdrætti. Hjartslátturinn var í kringum 130-140 en jókst í samdrætti. Ég fékk einn nokkuð kröftugan samdrátt en alveg verkjalausan og nokkra minni. Ljósan sagði að ég væri mjög hagstæð... skv. línuritinu hehe. Nú við fórum svo heim og héldum jafnvel að það væri eitthvað að fara að gerast. Ljósan svona gaf það í skyn. En nóbb... ekkert að gerast. Baunin sparkar bara og sprellast, þvílíkt ánægð með lífið þarna inni. Soldið svekkjandi svona "false alarm"... væri alveg til í að eitthvað væri að fara að gerast.

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com