VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

22.9.07

IKEA-raunir

Einn góðan veður dag fyrir mörgum vikum fórum við Einar í IKEA. Þar sáum við kommóðu sem okkur langaði í. Nú þegar að við komum á lagerinn þá var okkur sagt að hún væri í pöntun. Hún var sem sagt ekki til. Nokkru síðar ákváðum við að kíkja aftur og tékka á kommóðunni. Nei ekki var hún til en þá var okkur sagt að við gætum skráð okkur og fengið sms þegar að hún kæmi. Við gerðum það. Nú viku síðar fengum við sms og við brunuðum í bæinn til að kaupa kommóðuna. En nei nei... hún var ekki til! Nú við skráðum okkur enn eina ferðina og fengum þær ráðleggingar að hringja þegar að við fengjum sms til að athuga hvort að kommóðan væri ekki örugglega komin! Nú á fimmtudaginn fengum við sms og hringdum og jú jú kommóðan var komin. Pabbi fór og keypti hana og foreldrar Einars brunuðu með hana upp eftir. Nú þegar að við opnuðum pakkningarnar þá VANTAÐI leiðbeiningarnar. Nú voru góð ráð dýr... en Einar fann sem betur fer leiðbeiningar á netinu. Reyndar þurfti hann að skrá okkur á IKEA-FANS síðu.....! Nú svo tók heillangan tíma að setja gripinn saman. Þegar að Einar kom að skúffunum tókum við eftir skemmd á 2 skúffum!!! Ég er ekki að djóka.... svo Sverrir og Katrín þurftu að taka þær með sér í bæinn til að skipta þeim. Finnst ykkur þetta eðlilegt??? Stórfelldur pirringur er vægt til orða tekið!!

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com