VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

24.11.07


Búkollustelpa

Ég varð að setja þessar myndir inn. Þetta Búkolludress fékk Herdís María frá Sóleyju vinkonu sinni og Búkollu sjálfa frá Sigrúnu vinkonu sinni. Það er gott að eiga góðar vinkonur sem að sjoppa sæta hluti handa manni :)

Ég er með æði fyrir nýja laginu með Dísellu. Óperuútgáfa af Okkar nótt. Rosa flott. Svo horfði ég á Í beinni með Loga áðan og þar söng Páll Óskar Allt fyrir ástina í rólegri útgáfu. Rosa flott líka. Maður er eitthvað svo mússí múss þessa dagana.

Ég er að lesa frábæra bók núna sem að heitir Saffraneldhúsið. Mæli með henni. Tala smá um hana í næsta bókapistli.

Jólaundirbúningurinn er hafinn fyrir alvöru. Búina að kaupa nokkrar jólagjafir og dunda mér við að pakka þeim inn. Skreyta þær flott og svona. Annars er maður að reyna að hlífa höndunum sínum en ég er sem betur fer betri í þeim. Jæja nóg í bili.

Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com