VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

5.11.07

Fyrsta sinn í 101

Við Herdís María fórum í jólalunch á Njálsgötuna sl. laugardag. Sænskar kjötbollur, piparkökur, mandarínur, jólaöl og nefndu það.. jólalög á fóninum og kerti úti í glugga. Jólastemmarinn í botni. Fullt af krílum og notalegheit. Við röltum svo niðrí bæ, fórum niður Laugaveginn og enduðum á Listasafni Íslands. Þar skoðuðum við sýningu Kristjáns Davíðssonar. Á sýningunni er afrakstur síðastliðinna 17 ára í list Kristjáns. Hann er með einskonar slettutækni og mörg verka hans flott. Herdís María var því þokkalega menningarleg með móður sinni þennan nóvembereftirmiðdag.

En að öðru. Laugardagslögin. Við hlógum okkur máttlaus í Njörvasundinu þegar að við sáum lagið hans Barða. Týpískt Eurotrash-lag með olíubornum vöðvatröllum. Ég veit samt ekki hvort að mig langar að senda "djók" aftur í Júróið. Langar svo hryllilega að eitthvað virkilega gott lag vinni og fari út. Því miður hafa flest lögin verið frekar slöpp það sem af er og þetta lag hans Barða er eina lagið sem að ég man viðlagið úr.

Og að allt öðru. Einiberjasósa. Ein sú besta sósa sem að ég hef fengið!

Og að lokum. Herdís María brosir eins og henni sé borgað fyrir það. Þegar að ég mæti með myndavélina þá setur hún hins vegar í brýrnar eða setur upp "hissa"svipinn sinn.

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com