VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

7.11.07

Fastir liðir eins og venjulega

Við Einar höfum verið að horfa á þessa snilldarþætti undanfarið. Eigum einn eftir. Greyið Indi, ég segi nú ekki annað hehe.. með þennan klikkaða pabba og hárið sitt og Þórgunni sem er kvenremba. Indi greyið þurfti að sofa í baðinu eina nóttina. Nú svo er Erla farin til Svíþjóðar til lesbunnar sem að Indi hélt að væri mótorhjól haha.. Þessir þættir eru á undan sinni samtíð, snilldarlega skrifaði og velleiknir. Brill.

Herdís María er alltaf svo góð en í gær og í dag hefur hún gjörsamlega hangið á brjóstinu mínu og er óróleg og hefur ælt eins og þynkubolti í nokkurn tíma. Ég skipti um aldress á henni mörgum sinnum á dag!! Ég hef verið að ryksuga með hana á handleggnum í dag og bakaði eina sort í gær... fyrstu jólasmákökurnar. Það er frænkuklúbbur í kvöld svo ég verð að spýta í lófana... eins gott að ég er 1/4 Svíi.. svoooo skipulögð ;)

ps. Hún Birna mín á afmæli í dag.... Til hamingju sæta mús

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com