VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

21.11.07

Dúlluskapur og rómans

Afmælisdagurinn var góður. Fékk góðar gjafir og gott að borða. Kokkurinn á heimilinu eldaði ítalska nautasteik og steikti ost í forrétt. Rosa gott.

Svo finnst mér svo dúllulegt að horfa á ungabörn sofa. Þau liggja alltaf með hendurnar uppfyrir haus. Svooooooo dúlló. Þessi stelling er samt ekki fyrir fullorðna ;)

Herdís María dafnar vel. Við fórum í skoðun í morgun og hún er nú 4.790 gr. og 58 cm. Hún er mikið farin að fylgjast með og er svakalega forvitin. Hún elskar tásunudd og höfuðnudd og auðvitað snuðið sitt. Hún dundar sér lengi á teppinu sínu og fer að sofa þegjandi og hljóðalaust.

Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com