VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

13.11.07

Bóka"gagnrýni" I

Ég hef lesið nokkrar bækur undanfarið.
Byrjum á Sushi for beginners. Þessi bók er eftir Marian Keyes og ég fékk hana lánaða hjá Marínu. Hún var nokkuð lengi á náttborðinu mínu en svo þegar að ég byrjaði kláraði ég hana nokkuð fljótt. Þetta eru svona "froðu"bókmenntir og sagan segir frá þremur ungum en ólíkum konum. Ein þeirra er á framabraut, borðar lítið sem ekkert og lítur út eins og súpermódel. Einhvern veginn vantar samt eitthvað í hennar líf. Önnur er fyrrverandi promqueen-týpa, ljúf og góð og er komin í pakkann með the promking-týpunni. Allt er voða fullkomið eitthvað. Einhvern veginn vantar samt eitthvað í hennar líf. Sú þriðja er mjög svo "venjuleg" kona sem vill fá meira út úr lífinu. Líf þessara kvenna fléttast saman og auðvitað kemur ástin við sögu. Höfundurinn er með dálítið kaldhæðinn stíl og það tók mig smá tíma að fatta hann þ.e. húmorinn en svo þegar að ég náði honum þá fannst mér bókin virkilega skemmtileg og góð afþreying. Mæli með henni og ég ætla að sníkja aðra bók hjá Marínu e. sama höfund.

Undarlegt háttarlag hunds um nótt er virkilega einlæg og einföld bók. Hún er eftir Mark Haddon og hefur unnið til margra verðlauna. Ég las hana þýdda og hún snerti mig á barnslega einlægan hátt. Mér fannst hún virkilega vel þýdd. Hún fjallar um einhverfan dreng sem að rannsakar hundsdráp í götunni sinni. Sú rannsókn leiðir hann hins vegar á vafasamar slóðir. Ég hló oft upphátt þegar að ég las bókina og náði að tengjast aðalpersónunni þannig að ég fann til með henni og skildi drenginn eitthvað svo vel í einhverfum heimi sínum.

Viltu vinna milljarð e. Vikas Swarup olli mér vonbrigðum. Ég leitaði logandi ljósi að henni þegar að ég var í Genf en fann hana ekki. Ég las hana því þegar að heim kom í íslenskri þýðingu sem að ég fílaði ekki. Mér fannst setningarnar stundum svo skringilega uppbyggðar og það truflaði mig. Bókin var engu að síður góð og mjög skemmtileg. Ég var fljót að klára hana og fléttan var fín. Bókin snerti mig samt ekkert og ég var frekar fljót að gleyma henni. Við Einar vorum sammála um að hún minnti örlítið á Forrest Gump þ.e. sögustíllinn. Saga eftir sögu í lífshlaupi manns.

Meira næst....

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com