VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

29.11.07

Bækur bækur bækur


Byrjum á bókinni Dætur Kína sem er samansafn frásagna kínverskra kvenna eftir daga Maós. Í bókinni stjórnar kínversk kona útvarpsþætti þar sem að hún les upp úr bréfum sem borist hafa þættinum. Margar frásagnanna eru hræðilegar og mjög sláandi. Oft á tíðum fannst mér þær hreinlega ótrúlegar svo fjarlægur okkur er/var þessi raunveruleiki kínverskra kvenna. Frásagnirnar eru þó ekki eintóm harðneskja. Maður fær innsýn inn í annars konar þjóðfélag en maður á að venjast og ég uppgötvaði eiginlega þegar að ég las þessa bók hvað aðrir menningaheimar heilla mig.


Saffraneldhúsið e . Yasmin Crowther er bók sem að segir frá lífi íranskrar konu sem giftist enskum manni. Með honum eignast hún dótturina Söru. Við kynnumst Íran fyrir byltinguna þar sem að móðirin er lítil stúlka sem að þráir annars konar líf en henni er ætlað. Í bókinni skarast tveir menningarheimar með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Sagan er full af kærleik, fortíðarþrá og ást í meinum. Ég viðurkenni að ég felldi tár meðan að ég las þessa bók og hún vakti mig til umhugsunar um Íran líkt og Flugdrekahlauparinn gerði um Afganistan. Ég mæli með þessari bók. Núnar er ég að lesa Villta svani og hlakka svo til að lesa Þúsund bjartar sólir en ég fékk hana í afmælisgjöf.

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com