VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

27.11.07


Örlög

Í dag á Einar afmæli. Örlögin höguðu því þannig að í mörg ár vorum við í nálægð við hvort annað en þekktumst ekki. Við vorum bæði á Bifröst, Einar nokkrum árum á undan mér, fórum bæði til Luneburgar en Einar nokkrum árum á undan mér og við vorum bæði ritarar Skólafélagsins nema já Einar nokkrum árum á undan mér. Það var ekki fyrr en sumarið 2006 að við kynntumst fyrir alvöru og þá smullum við saman. Síðan þá hefur margt gerst. Við höfum ferðast mikið saman á þessum stutta tíma. París, Köben, Genf, Istanbul, Lissabonn svo eitthvað sé nefnt. Við höfum líka keypt okkur hús og bíl. Síðast en ekki síst þá eignuðumst við barn. Sú upplifun færði okkur nær hvort öðru og við sjáum ekki sólina fyrir litlu stúlkunni okkar. Ég hefði ekki viljað upplifa þetta allt með neinum öðrum en Einari. Hann er lúmskur húmoristi sem að á er treystandi. Hann er einstaklega góður við mig og +eg gæti ekki verið hamingjusamari. Hann er besti vinur minn. Til hamingju með afmælið ástin mín.

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com