Herdís María
Dóttir okkar Einars var skírð Herdís María 27. október sl. Þessi dagur var fullkominn í alla staði og foreldrarnir eru svo stoltir að þeir eru að springa. Allt heppnaðist svo vel og og hamingjan sveif yfir vötnum. Herdís María var eins og ljós allan daginn og leyfði öllum að halda á sér og lullaði þess á milli. Forréttur, aðalréttur og eftirréttur heppnuðust svo vel og allir átu á sig gat. Mikil hamingja ríkti með nafnið og Herdís langamma var hrærð og stolt. Daman fékk fallegar gjafir og góðar kveðjur og við þökkum kærlega fyrir okkur. Fleiri myndir eru komnar inn á síðunna hennar, endilega kíkið.
Efnisorð: Barnahjal
<< Home