Blood diamond
Horfðum á Blood diamond eitt kvöldið í vikunni. Hún var góð og ágætis áminning um ástandið sumstaðar í heiminum. Já maður getur verið þakklátur fyrir að búa hér. Myndin var átakanleg og spennandi og ágætlega leikin. Alveg þess virði að leigja.
Annars er allt fínt að frétta. Litlan dafnar vel og ég er á fullu að skipuleggja skírnina hennar. Hún verður skírð eftir viku og aðeins nánasta slegtið verður á svæðinu. Doddi frændi ætlar að skíra og skírnin verður hérna heima hjá okkur í Arnarkletti. Nafnið er ennþá leyndarmál :)
Það er kannski ekki viðeigandi að tala um gjafir í sömu færslu og Blood diamond en mér finnst bara svo "fyndið" að nær allar gjafirnar til lillu eru í poka. Ekki Hagkaupspoka heldur svona fínum pokum, allir hættir að pakka inn ;) ;)
Efnisorð: Barnahjal, Bíó og matur, Daglegt líf
<< Home