VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

12.10.07

Riddari á hvítum hesti

Dagur er nýr borgarstjóri í Reykjavík! Ég hef lengi haft dálæti á Degi eða alveg síðan að ég var skotin í honum þegar að ég byrjaði í 3. bekk í MR. Ábyggilega ein af mörgum.
Þá var hann í 5. bekk og Scriba. Hann gekk hnarreistur um skólann og sveiflaði makkanum gáfumannlega. Svo var hann í ræðuliðinu og skrifaði ljóð í Skólablaðið. Ég varð alveg staurblind, sá ekkert annað en hann fram að jólum.
Þennan vetur fór ég á mörg skólaböll. Mikill troðningur myndaðist fyrir utan skemmtistað, þar sem að ég beið eftir að komast á eitt þeirra. Ég lítil sem ég er, var gjörsamlega að kafna þarna í miðri þvögunni. Allt í einu var mér lyft upp úr þvögunni og borin inn af engum öðrum en nýkjörnum borgarstjóranum. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig litla busanum leið! Riddari á hvítum hesti er réttnefni og nú er hann riddarinn sem bjargar borginni eða er þaggi??

ps. þessi saga er DAGsönn ;)

Efnisorð: , ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com