Jólabakstur
Um helgina bakaði ég Sörur með Sigrúnu. Við erum reyndar ekki búnar. Þvílíka fyrirtækið sem að þessar kökur eru. Þær eru bara svo góðar, ég sleiki út um um leið og ég skrifa þessi orð. Herdís María svaf allan tímann og leyfði mömmu sinni að baka. Í gær bakaði ég svo aftur Sörur með tengdamömmu og Hildi svilkonu. (svilkona er fáránlegt orð) Herdís María var nú ekki í alveg jafnmiklu svefnstuði og vildi spjalla og fékk líka smá vindverki. Þetta gekk nú samt ljómandi vel hjá okkur og við enduðum á að gera 4falda uppskrift. Ég ætla að gera konfekt núna í vikunni og á morgun ætlum við Einar í bæinn, þar sem hann fer á fund og ég í smá jólaleiðangur. Á sunnudaginn eru svo litlu jólin hjá okkur vinkonunum. Ætlum að hafa það notó. Knús í bala....
Efnisorð: Daglegt líf
<< Home